Erla, góða Erla...
Dökkblá augu þín horfðu festulega á mig, virtu andlit mitt fyrir sér með rannsakandi augnaráði. Ég stóðst prófið og var samþykkt. Þú kannaðist við mig, þekktir meira að segja af mér lyktina Þú hafðir kynnst mér vel þessa níu mánuði sem við vorum ekki einsamlar.
Nýfædda barn, elsku litla stúlkan mín. Þú undursamlegust af öllu undursamlegu. Sköpunarverk okkar föður þíns. Ég bar þig nakta upp að hlýjum barmi mínum. þú leitaðir með munninum og skyndilega og sneggra en auga á festi hjóstu munninum á þrútna geirvörtu. Nánast festir þig við hana og saugst áfergjulega. Þú varst vissulega svöng og þyrstog harð ákveðin í hvað þú vildir fá.
Ég horfði á dökkan kollinn og fann nýja tilfinningu vakna, ég elskaði þig, elskaði þig svo undurheitt. En ég vissi með sjálfri mér að ég var ekki nógu góð, framlag mitt reyndist ekki vera neitt. Ég mjólkaði ekki og þú fékkst ekkert að drekka. Ég horfði á þig hamast við að sjúga brjóstið af áfergju en gefast á endanum upp. Vonbrigðin voru svo sár og ég sá hvenig andlit þitt tútnaði út og varð eldrautt af vanmáttugri reiði.
Þú hikstaðir og stóðst á öndinni af gráti. Gráti smælingjans sem hefur verið dreginn illilega á tálar. Verið lofað öllu fögru en síðan svikinn, gjörsamlega.
Nýfædda barn, elsku litla stúlkan mín. Þú undursamlegust af öllu undursamlegu. Sköpunarverk okkar föður þíns. Ég bar þig nakta upp að hlýjum barmi mínum. þú leitaðir með munninum og skyndilega og sneggra en auga á festi hjóstu munninum á þrútna geirvörtu. Nánast festir þig við hana og saugst áfergjulega. Þú varst vissulega svöng og þyrstog harð ákveðin í hvað þú vildir fá.
Ég horfði á dökkan kollinn og fann nýja tilfinningu vakna, ég elskaði þig, elskaði þig svo undurheitt. En ég vissi með sjálfri mér að ég var ekki nógu góð, framlag mitt reyndist ekki vera neitt. Ég mjólkaði ekki og þú fékkst ekkert að drekka. Ég horfði á þig hamast við að sjúga brjóstið af áfergju en gefast á endanum upp. Vonbrigðin voru svo sár og ég sá hvenig andlit þitt tútnaði út og varð eldrautt af vanmáttugri reiði.
Þú hikstaðir og stóðst á öndinni af gráti. Gráti smælingjans sem hefur verið dreginn illilega á tálar. Verið lofað öllu fögru en síðan svikinn, gjörsamlega.