Skáldkonan sem hvarf
Var hún lögst til svefns
meðal blómanna hvítu?

Var hún hvíslandi lind
var hún smáfugl á grein?

Var hún týnd í skógi
af skáletruðum orðum?

Var hún ef til vill orðin
að ljóði úti í skógi?  
Ingibjörg Haraldsdóttir
1942 - ...
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=391" target="new">Hvar sem ég verð</a>.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur

Kona
Kona
Haust
Rigning í Reykjavík
Jólaskemmtun
Húm
Skáldkonan sem hvarf
Dúfan mín