Játning Veruleikans
Afhverju felum við okkur í skjóli fjöldans þegar sviðið er autt?

Orðið er frjálst, leyfum því að dafna í hlýjum höndum tímans.

Maðurinn sem stendur í miðju alheimsins strekkir trommurnar og slær lífsins takt.

Á meðan tíminn rennur áfram líkt og vot tárin, sem koma til skiptis vegna hláturs og gráturs, finnum við sífellt upp á fleiri nýjungum sem gera okkur sjálf að sífellt meiri óþörf.
 
Arnór Stefánsson
1997 - ...


Ljóð eftir Arnór Stefánsson

Arfberar Lífsins
Fallið
Glundroði
Játning Veruleikans
Tímamót