Ástarnótt
Þú undrum prýdda ágústnótt,
hve oft um það mig dreymir
er inn í tjald þú komst um kvöld
og kysstir mig í leyni.
Þó liðin séu ár og öld,
heil eilífð hérumbil
þeim kossi og hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu á lífsins braut.
þín lá um hafsins strauma.
En ég sat heima og bað og beið
í bríma fornra drauma.
hve oft um það mig dreymir
er inn í tjald þú komst um kvöld
og kysstir mig í leyni.
Þó liðin séu ár og öld,
heil eilífð hérumbil
þeim kossi og hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu á lífsins braut.
þín lá um hafsins strauma.
En ég sat heima og bað og beið
í bríma fornra drauma.