Ölfusá
Er gruggug Hvítá, glæru Sogni mætir
geysimikið vatnsmagn verður þá.
Til sjávar rennur, svæði víðfemt vætir
stórkostlegust áa, Ölfusá

Þar lifa allar ferskvatnsfiska gerðir
sem finna má á Íslandi í dag.
Í Ölfusá vel enda veiðiferðir
um 18 prósent alls fisks veiðist þar.

Þolraunir við þurfum öll að standast
og þekkja hætturnar síðkvöldum.
Margur hefur í ánni særst og andast
elsta heimild er frá miðöldum.

Erfitt er að finna um ána kvæði
ekkert fann ég, það var soldið töff.
Efla má þau andans elstu fræði
yrkjum meira svæðisbundið stöff.
 
Elín Kona Eddudóttir
1965 - ...


Ljóð eftir Elínu Konu Eddudóttur

Grýludraumar
Framadraumar Leppalúða
Kosningarnar 2013
Glugginn minn og glugginn þinn
Ölfusá
Gengið um götur Guðmundar góða
Kona í landi sona
2. desember 2022
Kvennakváraverkfall 24. október 2023
Valdeflingardraumur
Skólastjórn sem bitnar á…