Dóttir mín
Elsku hjartans ljósið mitt bjarta
þín mjúka sál hefur verund mina bætt
þú kveiktir upp eld og virkjaðir mitt hjarta
nú blómstra ég loksins og get ekki hætt

Ég hugsa til þín og hjarta mitt flæðir
brosið þitt, hlátur og stríðnislegt glott
ég veit ekki fyrr en ég svíf hátt um hæðir
hamingjuútsýnið gerir mér gott
 
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti