Fossinn í mér
Ólgandi órækur fossinn í mér
óbeit hann hefur á stöðnun
sálin mín eilífa síhungruð er
sækir í viskunnar öðlun

Hugurinn óþekkur hraðförum fer
hoppandi hratt milli mynda
þrjóskur og þrálátur er þorstinn í mér
þrautseigur mun hann nú synda

Árin sem líða árétta það
ástin er endanlegt svarið
belgtroðin þarf græðgin að fara í bað
bítandi nýtir sér karið

Blekking sem oft og títt bauð mér upp í dans
barði mig svo sárum ég fékk safnað
gröm lít nú á þann gerviglans
og glöð hef ég dansinum hafnað

Veröldin er fögur og vongóð ég er
væmnin mun vafalaust venjast
glöð mun ég gefa, það sem gefið var mér
gjöfin mun áfram nú þenjast
 
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti