Þrá
Þessi heimur, er hann raunverulegur?
ég finn æ oftar fyrir þeirri tilfinningu
að mig sé að dreyma
Flest fólk spyr ekki spurninga, og neitar að hugsa
það lætur sig berast
kraftmikill straumur blekkingarinnar rífur það með sér
Og það er svo þægilegt að fljóta bara áfram
vita ekki neitt
vera með augu hjartans lokuð
Ég neita að taka þátt
eitthvað er að vakna innra með mér
ég þrái svo heitt að þekkja ÞIG og skilja
Mitt innsta ljós þráir að skína óhindrað
að losna undan öllum grófu og heftandi klæðunum
fá að standa nakið og sameinast ÞÉR
Hversu lengi þarf ég að bíða?
segðu mér bara hvað ég þarf að gera, og ég mun gera það
ég er svo miklu meira en þessi litla jarðneska manneskja
Því ég finn djúpt í hjarta mínu fyrir MÉR
dýrmæt augnablik innsæisins ljóstra upp leyndardómi sálar minnar
og skyndilega VEIT ég, og SKIL, ALLT
En augnablikin sogast burt frá mér, innsæið hverfur
og ég fyllist söknuði um leið
komdu aftur!
Jarðneskur veruleiki minn tekur við
klæðir mig í kraftgallann, hylur mig alla
heftir frelsi mitt
Ó bara ef ég kynni að afklæðast
þá gæti ég verið ÉG, alltaf
ég bið þig, hjálpaðu mér; sýndu, kenndu, talaðu við mig!
Ég er ekki hrædd, nema við óttann sjálfan
lýstu mér leiðina
og ég mun fylgja ÞÉR
ég finn æ oftar fyrir þeirri tilfinningu
að mig sé að dreyma
Flest fólk spyr ekki spurninga, og neitar að hugsa
það lætur sig berast
kraftmikill straumur blekkingarinnar rífur það með sér
Og það er svo þægilegt að fljóta bara áfram
vita ekki neitt
vera með augu hjartans lokuð
Ég neita að taka þátt
eitthvað er að vakna innra með mér
ég þrái svo heitt að þekkja ÞIG og skilja
Mitt innsta ljós þráir að skína óhindrað
að losna undan öllum grófu og heftandi klæðunum
fá að standa nakið og sameinast ÞÉR
Hversu lengi þarf ég að bíða?
segðu mér bara hvað ég þarf að gera, og ég mun gera það
ég er svo miklu meira en þessi litla jarðneska manneskja
Því ég finn djúpt í hjarta mínu fyrir MÉR
dýrmæt augnablik innsæisins ljóstra upp leyndardómi sálar minnar
og skyndilega VEIT ég, og SKIL, ALLT
En augnablikin sogast burt frá mér, innsæið hverfur
og ég fyllist söknuði um leið
komdu aftur!
Jarðneskur veruleiki minn tekur við
klæðir mig í kraftgallann, hylur mig alla
heftir frelsi mitt
Ó bara ef ég kynni að afklæðast
þá gæti ég verið ÉG, alltaf
ég bið þig, hjálpaðu mér; sýndu, kenndu, talaðu við mig!
Ég er ekki hrædd, nema við óttann sjálfan
lýstu mér leiðina
og ég mun fylgja ÞÉR