

Eplalyktin sem angaði frá búðinni
um alla götuna,
stóra lýsandi bjallan langt uppi
í loftinu hjá Geysi,
mamma saumandi handa okkur settleg
sængurföt í dúkkuvagnana okkar,
angan af hangikjöti og ilmur af rauðkáli
allsstaðar,
mamma æðandi, kallandi og argandi um
íbúðina, Siggi, Helga, Svava, nei
Siggi,
logandi vaxkertin á trénu og vatnsfatan til vara í horninu,
útvarpsklukkan slær loksins sex högg
sælubros
-og gleðileg jól.
um alla götuna,
stóra lýsandi bjallan langt uppi
í loftinu hjá Geysi,
mamma saumandi handa okkur settleg
sængurföt í dúkkuvagnana okkar,
angan af hangikjöti og ilmur af rauðkáli
allsstaðar,
mamma æðandi, kallandi og argandi um
íbúðina, Siggi, Helga, Svava, nei
Siggi,
logandi vaxkertin á trénu og vatnsfatan til vara í horninu,
útvarpsklukkan slær loksins sex högg
sælubros
-og gleðileg jól.