

Minningin um þig
Húmar að kvöldi, ég hugsa til þín
helst þá er einveran segir til sín.
Minningar birtast og buga minn hug,
- draga úr mér allan dug.
Stundirnar með þér, sem léttu mér lund
leita því á mig nær sérhverja stund.
Hvert sem um heiminn ég ferðast og fer,
- þú ferðast með í huga mér.
En því að kvelja sig síðkvöldum á ?
Í stað þess hugsunum bægja frá ?
Þó er það eitt sem ávallt ásækir mig...
- það er minningin um þig.
Tíminn hann sagður er lækna öll sár
ég sefa mun hugann og þerra tár.
Lífið mun ganga sinn vana veg,
- veginn þennan valdi ég.
Húmar að kvöldi, ég hugsa til þín
helst þá er einveran segir til sín.
Minningar birtast og buga minn hug,
- draga úr mér allan dug.
Stundirnar með þér, sem léttu mér lund
leita því á mig nær sérhverja stund.
Hvert sem um heiminn ég ferðast og fer,
- þú ferðast með í huga mér.
En því að kvelja sig síðkvöldum á ?
Í stað þess hugsunum bægja frá ?
Þó er það eitt sem ávallt ásækir mig...
- það er minningin um þig.
Tíminn hann sagður er lækna öll sár
ég sefa mun hugann og þerra tár.
Lífið mun ganga sinn vana veg,
- veginn þennan valdi ég.