

Kertið stendur hnarreist,
nýtt, fallegt, glansandi,
hátt og myndarlegt.
Ljós logar, bjart
og teygir sig hátt
í langan tíma.
Vaxið lekur,
greinir sig í allar áttir
þegar það lekur niður.
Kertið logar aldrei skærar
en þegar börnin
hópast í kringum það
á hátíðis,-tyllidögum, og afmælum.
Kertið lækkar,
dagar þess brátt eru taldir,
glæsileikinn dvínar.
Og kertið brennur upp,
einmana
í óhrjálegum stjaka,
umkomulaust.
Logi þess lækkar,
kertið verður lítið,
bogið skar,
sem að lokum slokknar á.
Og reykur hins liðna
liðast um loftið.
Endalokin eru ljós.
- - - - - - - - -
Nýtt kerti kemur í stjakann.....
nýtt, fallegt, glansandi,
hátt og myndarlegt.
Ljós logar, bjart
og teygir sig hátt
í langan tíma.
Vaxið lekur,
greinir sig í allar áttir
þegar það lekur niður.
Kertið logar aldrei skærar
en þegar börnin
hópast í kringum það
á hátíðis,-tyllidögum, og afmælum.
Kertið lækkar,
dagar þess brátt eru taldir,
glæsileikinn dvínar.
Og kertið brennur upp,
einmana
í óhrjálegum stjaka,
umkomulaust.
Logi þess lækkar,
kertið verður lítið,
bogið skar,
sem að lokum slokknar á.
Og reykur hins liðna
liðast um loftið.
Endalokin eru ljós.
- - - - - - - - -
Nýtt kerti kemur í stjakann.....