Horft í sortann
Hún situr ein, í rökkrinu, á stökum steini
og starir út, í svartnættið….á hafið dimma.
Kólguský, safnast upp – í leyni
gnauðið í, vindinum – sker að beini.
Hún leitar að, þótt myrkvað sé, í fjarðarmynni
að ljósinu, sem kveikir hann….sá sem hún syrgir.
Regnið kalt, vætir sál, djúpt inni
andlit hans, geymir hún, - í sálu sinni
Á glugga hennar bylur regn.
Hún heyrir rödd hans í gegn.
Veðrið meinar henni um svefn,
- henni er þetta um megn.
Vonin sem, hún heldur í, að senn hann finnist
sál hennar, og hugarþel, - að sinni sefar.
Sorginni, og eymd í sál, hún kynnist
sælutíma, með honum, hún (ávallt) minnist.
og starir út, í svartnættið….á hafið dimma.
Kólguský, safnast upp – í leyni
gnauðið í, vindinum – sker að beini.
Hún leitar að, þótt myrkvað sé, í fjarðarmynni
að ljósinu, sem kveikir hann….sá sem hún syrgir.
Regnið kalt, vætir sál, djúpt inni
andlit hans, geymir hún, - í sálu sinni
Á glugga hennar bylur regn.
Hún heyrir rödd hans í gegn.
Veðrið meinar henni um svefn,
- henni er þetta um megn.
Vonin sem, hún heldur í, að senn hann finnist
sál hennar, og hugarþel, - að sinni sefar.
Sorginni, og eymd í sál, hún kynnist
sælutíma, með honum, hún (ávallt) minnist.