Hér á ég heima
Á langri leið, þá séð ég hef margt
margt stendur upp úr, og margt hef ég sagt.
Ýmsu hef ég hafnað, annað hef ég þekkt
sumt hef ég nýtt mér, já, ýmislegt.
Hér á ég heima....en þú ?
Hér á ég heima....en þú ?
Þar sem ég stend nú, ég ei fæ því hnekkt
að margt ég séð hef, já, ýmislegt.
Um landið þeyst hef, um firði ég flaug
heimsótt kalda karla og marga heita laug.
Heiðar haldið um, í báli og vetrartíð
séð grösug landsvæði, og grængróna hlíð.
Hér á ég heima....en þú ?
Hér á ég heima....en þú ?
Helgin búin, þá heim á leið ég skríð
hlýjunni heima, ég eftir henni bíð.
Þú aldrei veist hvað land þitt gefur
og gætir misst það sem átt þú hefur.
Já, fjöll og dali, grasið grænt og skóg
af þínu landi færð, - þú aldrei færð þar nóg.
margt stendur upp úr, og margt hef ég sagt.
Ýmsu hef ég hafnað, annað hef ég þekkt
sumt hef ég nýtt mér, já, ýmislegt.
Hér á ég heima....en þú ?
Hér á ég heima....en þú ?
Þar sem ég stend nú, ég ei fæ því hnekkt
að margt ég séð hef, já, ýmislegt.
Um landið þeyst hef, um firði ég flaug
heimsótt kalda karla og marga heita laug.
Heiðar haldið um, í báli og vetrartíð
séð grösug landsvæði, og grængróna hlíð.
Hér á ég heima....en þú ?
Hér á ég heima....en þú ?
Helgin búin, þá heim á leið ég skríð
hlýjunni heima, ég eftir henni bíð.
Þú aldrei veist hvað land þitt gefur
og gætir misst það sem átt þú hefur.
Já, fjöll og dali, grasið grænt og skóg
af þínu landi færð, - þú aldrei færð þar nóg.