Djöflaeyjan - hinsta kveðja
*Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel
fannkoman breytist í kulda og él –
Veturinn svífur í brjáluðum blús
bráðum ei sést í eitt einasta hús.
Á eyjunni frosinn og fastur ég er
fargið af verunni ætíð ég ber.
Ískaldar hendur og andlitið þurrt
aldrei mér auðnast að koma mér burt.
Aleinn ég reika í eymdinni hér
allt sem ég átti það horfið er mér.
Fjölskyldan, börnin, þau flúin á braut
enn fer eitt árið í aldanna skaut.
Djöflaeyjan víst allt hún drepur
dálaglega samt augað hún glepur.
Skuldafjöll hækka og skitin er króna
skelfilega nú yfir allt tróna.
Horfi út um glugga minn hríðina í
hugur minn reikar um borgir og bý.
Helmingur allra er horfinn á brott
en hrægammar hafa það helvíti gott.
Taskan mín stendur og troðin hún er
tek ég til fóta - á flugvöllinn fer.
Kætist minn hugur í kulda og trekk
ef kemst gegnum tollinn, ég læsi og slekk.
fannkoman breytist í kulda og él –
Veturinn svífur í brjáluðum blús
bráðum ei sést í eitt einasta hús.
Á eyjunni frosinn og fastur ég er
fargið af verunni ætíð ég ber.
Ískaldar hendur og andlitið þurrt
aldrei mér auðnast að koma mér burt.
Aleinn ég reika í eymdinni hér
allt sem ég átti það horfið er mér.
Fjölskyldan, börnin, þau flúin á braut
enn fer eitt árið í aldanna skaut.
Djöflaeyjan víst allt hún drepur
dálaglega samt augað hún glepur.
Skuldafjöll hækka og skitin er króna
skelfilega nú yfir allt tróna.
Horfi út um glugga minn hríðina í
hugur minn reikar um borgir og bý.
Helmingur allra er horfinn á brott
en hrægammar hafa það helvíti gott.
Taskan mín stendur og troðin hún er
tek ég til fóta - á flugvöllinn fer.
Kætist minn hugur í kulda og trekk
ef kemst gegnum tollinn, ég læsi og slekk.
* Fengið að láni