Ævintýrin í Ora baunadósinni.
Á miðjum veggnum yfir sófanum í stofunni hékk fallegt gat í gylltum ramma.
Í gatinu miðju stóð tóm dós undan grænum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst þetta gat einstaklega áhugavert. En foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt því þar sem gatið væri þeirra dýrmætasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin eldhúsinu
notuðu börnin oftast tækifærið.
Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið í einu hástökki..
Síðan klifruðu þau upp í Ora baunadósina og renndu þau sér þar beinustu leið niður á botn
Þar niðri tóku við iðagrænir vellir svo langt sem augað eygði og í skógivöxnum hæðunum í fjarska bjuggu vinir þeirra indíánarnir,
Þeir buðu börnin ævinlega velkomin að eldstæði sínu.
Indíánarnir slógu alltaf upp veglegri veislu þegar börnin komu í heimsókn. Og þegar máltíðinni lauk var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur svo þau gætu tekið þátt í stríðsdansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir. Sveifluðu spjótunum
og sungu með þeim undarlega seiðandi söngva um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.
Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og þar var villibráðin sömuleiðis matreidd og borin fram.
Þegar dansinum lauk og börnin sátu með indíánum þægilega þreytt við deyjandi bálið og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það aldrei að skræk rödd úr öðrum heimi rauf skyndilega þögnina
Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu? Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsaranum! Skammist ykkar og klæðið ykkur eins og skot og komið svo strax að borða!
Svava.
Í gatinu miðju stóð tóm dós undan grænum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst þetta gat einstaklega áhugavert. En foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt því þar sem gatið væri þeirra dýrmætasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin eldhúsinu
notuðu börnin oftast tækifærið.
Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið í einu hástökki..
Síðan klifruðu þau upp í Ora baunadósina og renndu þau sér þar beinustu leið niður á botn
Þar niðri tóku við iðagrænir vellir svo langt sem augað eygði og í skógivöxnum hæðunum í fjarska bjuggu vinir þeirra indíánarnir,
Þeir buðu börnin ævinlega velkomin að eldstæði sínu.
Indíánarnir slógu alltaf upp veglegri veislu þegar börnin komu í heimsókn. Og þegar máltíðinni lauk var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur svo þau gætu tekið þátt í stríðsdansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir. Sveifluðu spjótunum
og sungu með þeim undarlega seiðandi söngva um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.
Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og þar var villibráðin sömuleiðis matreidd og borin fram.
Þegar dansinum lauk og börnin sátu með indíánum þægilega þreytt við deyjandi bálið og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það aldrei að skræk rödd úr öðrum heimi rauf skyndilega þögnina
Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu? Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsaranum! Skammist ykkar og klæðið ykkur eins og skot og komið svo strax að borða!
Svava.