Þjáning yngri ára
Ég ligg hérna ein
langar að sofna
tilfinningar mínar
vilja ei dofna

Sólin er sest
og myrkrið mig tekur
reyni að þrauka
en hjartað mitt lekur

Bið Guð um að hjálpa
öskra svo hátt
ég skil ekki lengur
minn æðri mátt

Fólk á mig horfir
og skilur ei neitt
ég er alveg lokuð
mér þykir það leitt

Mér líður of illa
því nú er ég ein
get ekki lagað
mitt andlega mein

Nú mun að því koma
að ég get ekki meir
hjarta mitt kólnar
og visnar og deyr  
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...
Samdi þetta ljóð árið 2005, þegar ég var 20 ára gömul.


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti