Sál sem enginn sér
Ég hef allt lífið leitað að mér
á meðan leikið sjálfan mig.
Ég hef sál sem enginn sér
sem í líkamanum felur sig.

Suma daga verð ofsakvíðinn,
án þess að skilja hvað er að.
Óttinn getur verið stríðinn
og veit að ég þoli ekki það.

Því opnar þú ekki þitt hjarta?
Ertu hrædd um að særa mig?
Ég rauða rós litaði kolsvarta
til öryggis ef óttinn sýnir sig.

Ég þrái það heitast að finna
falda fjársjóðinn í huga mér.
Óttann ég verð að yfirvinna
til að geta notið hans með þér.

Ástin var mig eilíft að brenna
en ég hætti þó ekki að vona.
Kannski var lífið mér kenna
að bíða eftir þér fallega kona!

Ég hef ekki meira að segja
en sálin er opin upp á gátt.
Ég vil heyra þögnina þegja,
ég vil taka sjálfan mig í sátt.
 
askele
1965 - ...


Ljóð eftir askele

Sál sem enginn sér
Hafið gefur og tekur
Örlaganna saga
Þú aldrei spurðir