Þú aldrei spurðir
Veistu hvernig það er að vakna
og vita ekki um stund né stað?
Skilur þú hvað það er að sakna
fólksins sem þig áður tilbað?

Sumarið sem þig fór að kvíða,
gast vitað hvað að þér sótti.
Betur hefði leyft þér að bíða,
í húmi hausts hófst þinn flótti.

Þér varð á og strax dæmdur
en aldrei spurt hvað væri að!
Yfirgefinn og úr lífinu flæmdur
dómharka fólksins sá um það!

Veistu hvernig það er að sofna
með nístandi óttann í huga sér?
Þegar vitund við lífið er að rofna
þú þráir að vera ekki lengur hér!

Í huganum bjóst til eigin heim
á hörkunni gast varið þig þar.
Þú þráðir að geta komast heim
en vissir ekki hvernig eða hvar.

Í huganum sástu svarta hunda
sem elska er myrkrið skellur á.
Af ótta þú þorðir ekki að blunda
því þeir koma þegar síst er von á!

Heyrðir í hundunum ýlfra í kór,
vissir ekki hvað þeir vildu þér.
Þú átt að vera sterkur og stór
og harðbannað að kveinka sér!

Í ofsahræðslu og ætandi ótta
þú varst að drepast úr kvíða.
Um ískalda nótt lagðir á flótta,
of sárt að vera lengur að bíða.

Þú manst eftir drengnum góða
er hvarf í myrkrið og týndi sér!
Örlög hans setja þig enn hljóða
því þú aldrei spurðir; „hvernig líður þér?“!

Örlög hans setja þig enn hljóða
því þú aldrei spurðir; „hvernig líður þér?“!
 
askele
1965 - ...


Ljóð eftir askele

Sál sem enginn sér
Hafið gefur og tekur
Örlaganna saga
Þú aldrei spurðir