Hafið gefur og tekur
Í hraungrýttri ströndinni ég sit
og hlusta á hafið vera tjá sig.
Strax opnast mín skilningarvit
svo flýgur hugurinn með mig.

Í skítakulda við hrímaða kletta
eða í blíðu sólarinnar um kvöld.
Hugurinn fer lífsbókinni að fletta,
og orka náttúrunnar tekur völd.

Í huganum lita ég lifandi myndir,
í mér magnast upp tilfinningar.
Það er vont að sjá ljótar syndir
er reyna að framkalla minningu.

Ég skil betur mitt andlega mein
sem er eins og brotið postulín.
Löskuð sál getur orðið of sein
ef birtan í huganum aldrei skín.

Hafið heyrði og hlustaði á mig,
skilur við hvað ég er að heyja.
Með hárri öldu það sperrir sig
líkt og það viti að ég vilji deyja.

Í hraungrýttri strönd ég aftur sit,
daginn sem mín lífslöngun seig.
Ég þoli ekki lengur hugans strit,
hafið veit að háa aldan er feig.
 
askele
1965 - ...


Ljóð eftir askele

Sál sem enginn sér
Hafið gefur og tekur
Örlaganna saga
Þú aldrei spurðir