

Vakandi, hlaupandi, hrópandi hátt.
Brosandi, hoppandi, hlæjandi lágt.
Hvíslandi, krjúpandi, lesa, hugsa.
Horfandi, liggjandi, knúsa, kyssa.
Elskandi, fæðandi, hugga, syngja.
Leikandi, flissandi, borða, kyngja.
Gangandi, dettandi, gráta, góla.
Grípandi, faðmandi, sefa, róa.
Starandi, öskrandi, missa traust.
Grátandi, bölvandi, hefja upp raust.
Æðandi, blindandi, villast, týnast.
leitandi, kjökrandi, bregðast, bugast.
Þreytandi, sofandi, þegjandi, þögn.
Deyjandi, rotnandi, syrgja, tárast.
Finna, þakka, minnast.
Brosandi, hoppandi, hlæjandi lágt.
Hvíslandi, krjúpandi, lesa, hugsa.
Horfandi, liggjandi, knúsa, kyssa.
Elskandi, fæðandi, hugga, syngja.
Leikandi, flissandi, borða, kyngja.
Gangandi, dettandi, gráta, góla.
Grípandi, faðmandi, sefa, róa.
Starandi, öskrandi, missa traust.
Grátandi, bölvandi, hefja upp raust.
Æðandi, blindandi, villast, týnast.
leitandi, kjökrandi, bregðast, bugast.
Þreytandi, sofandi, þegjandi, þögn.
Deyjandi, rotnandi, syrgja, tárast.
Finna, þakka, minnast.