Lifandi
Vakandi, hlaupandi, hrópandi hátt.
Brosandi, hoppandi, hlæjandi lágt.

Hvíslandi, krjúpandi, lesa, hugsa.
Horfandi, liggjandi, knúsa, kyssa.

Elskandi, fæðandi, hugga, syngja.
Leikandi, flissandi, borða, kyngja.

Gangandi, dettandi, gráta, góla.
Grípandi, faðmandi, sefa, róa.

Starandi, öskrandi, missa traust.
Grátandi, bölvandi, hefja upp raust.

Æðandi, blindandi, villast, týnast.
leitandi, kjökrandi, bregðast, bugast.

Þreytandi, sofandi, þegjandi, þögn.
Deyjandi, rotnandi, syrgja, tárast.

Finna, þakka, minnast.  
Bjarney Björt
1998 - ...


Ljóð eftir Bjarneyju Björt

Yfirbugun
Lifandi
Þrotlaust
Hula