Gamalt barn
Ég þrái svo mikið
Eitthvað
Hvað?

Logn hið innra
Eldfjall sem gýs
Stíflu sem brestur

Ég svíf hátt uppi í loftinu
rótlaus
bensínlaus

þrái svo margt
hleyp í allar áttir
hugurinn á sér óteljandi herbergi

hvað er að gerast?
fer ég í hringi?
féll ég aftur í prófunum?

hver ert þú og hver er ég?
þetta líf, hvað er það?
sannleikur, gefðu þig fram!

finnst ég svo gömul
gamalt barn
meðvitað um fávisku sína
 
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...
Mai 2017


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti