Týnda ljóðið
Einhverntíma fyrir margt löngu
orti ég fallegt ljóð
sem hófst einhvernveginn svona:

Hvar er ljóðið sem orti ég forðum...

Hvort orti ég það eður ei?
Hvaða ljóð er það sem rífur í minnið,
drukknandi ljóð, aðeins höfuðið
uppúr kaldri skömminni?

Segist vera óort.

Hver orti það ? hvernig var það?
Hef ég gleymt því? Var það gott?
Eða á ég eftir að yrkja það?

Einhversstaðar týndi ég því-

fann það aftur - og týndi á ný,
síðan hef ég verið að finna það,
aftur og aftur
í ljóðabókum annarra skálda
og líka í þinni!
 
Hrafn Andrés Harðarson
1948 - ...


Ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson

Týnda ljóðið
Augu steina
Haust
De Profundis
Blængar blámans
Ekkert rugl þar