Fótsterk
hvað hún hefur verið fótsterk
formóðir þeirra úr víkinni
hamhleypa
með ómegð í pilsum
stökkvandi yfir skörð og heiðar
vor og haust
að afla fanga
og þraukaði svo langan vetur í myrkri og snjó
hvað hún hefur verið fótsterk
fann það þegar ég stóð lafmóð í Uxaskarði í sumar
og horfði yfir víkina
umkringda háum fjöllum
fann hvað hún hlaut að hafa verið glöð
daginn sem hún kom heim úr kaupstað
og sá úr skarðinu hvíta fláka í túni
lúðuflök úr sjó
og flaug heim í bæ
án þess að finna fyrir strengjum
vissi að hvergi annars staðar átti hún heima
allt var þetta fyrir tíma þolfimi og teygjuæfinga
formóðir þeirra úr víkinni
hamhleypa
með ómegð í pilsum
stökkvandi yfir skörð og heiðar
vor og haust
að afla fanga
og þraukaði svo langan vetur í myrkri og snjó
hvað hún hefur verið fótsterk
fann það þegar ég stóð lafmóð í Uxaskarði í sumar
og horfði yfir víkina
umkringda háum fjöllum
fann hvað hún hlaut að hafa verið glöð
daginn sem hún kom heim úr kaupstað
og sá úr skarðinu hvíta fláka í túni
lúðuflök úr sjó
og flaug heim í bæ
án þess að finna fyrir strengjum
vissi að hvergi annars staðar átti hún heima
allt var þetta fyrir tíma þolfimi og teygjuæfinga
Úr bókinni <a href="mailto:sigrunb@radvis.is?subject=[Pöntun]: Næturfæðing">Næturfæðing</a>.
Eigin útgáfa höfundar, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Eigin útgáfa höfundar, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.