Fjaran og ég - Dægurlagatexti
Við göngum fjörunni í
og ég sé speglast í hafinu sólroðin ský.
Í fjöruborðinu brimaldan hlær
í fjarska er, hinn dimmblái sær.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu… aðeins nær.
Við erum fjörunni í
og aldan steinum veltir, hún aldrei á frí.
Þessar stundir í algleymi tel, hattur sem skel,
fara’ í hendi svo vel.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu aðeins… (nær….)
Erum við hér alein..? .við því fæst víst aldrei nokkurt svar
því ekkert er nú eins og áður það var……
Augu okkar skima’ og leita sjávar ávallt til….
þar er eitthvað sem ég ekki skil.
Sóló
Lífið það er leggur og skel
og litla barnstrúin, hún trúir því vel.
Í hendi öldungsins allt er svo kært
alheimsljósið þar lýsir svo skært.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu aðeins.. (nær….)
Við erum núna hætt að sjá hér mun á dögun eða nótt
og fjaran okkar breytist líka hægt og hljótt.
Leiðumst saman inn í rökkrið, því að lífið það er hér,
og sérhvert spor í sandinum…það fer.
Már Elison - @melis21-07-14
og ég sé speglast í hafinu sólroðin ský.
Í fjöruborðinu brimaldan hlær
í fjarska er, hinn dimmblái sær.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu… aðeins nær.
Við erum fjörunni í
og aldan steinum veltir, hún aldrei á frí.
Þessar stundir í algleymi tel, hattur sem skel,
fara’ í hendi svo vel.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu aðeins… (nær….)
Erum við hér alein..? .við því fæst víst aldrei nokkurt svar
því ekkert er nú eins og áður það var……
Augu okkar skima’ og leita sjávar ávallt til….
þar er eitthvað sem ég ekki skil.
Sóló
Lífið það er leggur og skel
og litla barnstrúin, hún trúir því vel.
Í hendi öldungsins allt er svo kært
alheimsljósið þar lýsir svo skært.
Chorus :
Við spyrjum okkur, erum við ein, þó að leiðin sé bein.
Um leið og aldan blíðlega hlær, segir komdu aðeins.. (nær….)
Við erum núna hætt að sjá hér mun á dögun eða nótt
og fjaran okkar breytist líka hægt og hljótt.
Leiðumst saman inn í rökkrið, því að lífið það er hér,
og sérhvert spor í sandinum…það fer.
Már Elison - @melis21-07-14
Ljóð, gert að dægulagatexta eftir pöntun