Þú sást mig
Þú sást mig
Gegnum svipmikinn byl
Þegar heimurinn hrundi
Og hélaða sálin fann til

Lófar þétt um mín eyru,
Uns hljóðlátur umheimur varð látum vafinn
Þú sást mig
Þar sem laskaða vonin lá áður grafinn

Er þú loksins komst til mín
Lagðir hönd þína á hjarta mitt
dró ég andann á ný  
Agnes Ylfa
1999 - ...


Ljóð eftir Agnesi Ylfu

Tíu dropar
Þú sást mig
Lifa þú skalt
Einmana
Aldrei hef ég tengt við trú