Lifa þú skalt
Þungur haus hvílir á öxl og hugsar um allt sem hefur gerst
Hvert einasta fótatak, öskur, grátur og söng.
Slepptu tökunum, slepptu fjötrum ofhugsanna áður en þú festist.
Þerraðu tárin og leyfðu óvissunni að taka við.
Leggstu í grasið og leyfðu berfættum fótum að fóta sig á ný.
Bráðnaðu ofan í fang nútíðar, þú ert barn fætt til þess að lifa.
Og lifa þú skalt.  
Agnes Ylfa
1999 - ...


Ljóð eftir Agnesi Ylfu

Tíu dropar
Þú sást mig
Lifa þú skalt
Einmana
Aldrei hef ég tengt við trú