

Jól,
kertaljós í bláum fjarska,
bak við ár,
æskuminning um fegurð.
Stíg ég hreinn upp úr bala
á eldhúsgólfinu,
signdur af þreyttri móður,
færður í nýja skyrtu.
Jól,
fagnaðartár
fátæks barns -
kertaljós í bláum fjarska,
bak við ár,
æskuminning um fegurð.
Stíg ég hreinn upp úr bala
á eldhúsgólfinu,
signdur af þreyttri móður,
færður í nýja skyrtu.
Jól,
fagnaðartár
fátæks barns -
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur