Jól
Jól,
kertaljós í bláum fjarska,
bak við ár,
æskuminning um fegurð.

Stíg ég hreinn upp úr bala
á eldhúsgólfinu,
signdur af þreyttri móður,
færður í nýja skyrtu.

Jól,
fagnaðartár
fátæks barns -  
Jón úr Vör
1917 - 2000
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur


Ljóð eftir Jón úr Vör

Við sigurmerkið
Við landsteina
Stillt og hljótt
Sofandi barn
Lítill drengur
Ég vaknaði snemma
Desember
Brot úr jólakvæði
Jól