Valdeflingardraumur
Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég skaut hann.

Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég hengdi hann.

Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég stakk hann.

Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég barði hann.

Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég brenndi hann.

Ég gekk upp stigann og hringdi bjöllunni.
Hann kom til dyra og ég hrissti yfir hann
allt andlega ofbeldið sem hann
hafði troðið á mér með og við það varð
örvænting hans svo mikil að hann
engdist að innan sem utan og flaug
svo niður stigann.

Ég horfði á hann
liggjandi í blóði sínu.

Ég steig varlega yfir hann svo
ég fengi ekki blóð á skóna.

Svo vaknaði ég svo vel eftir dásamlegan svefn
sem gaf mér pláss
til að svara fyrir mig
til að eyða ógninni
ægivaldinu
ofbeldismanninum.
Ég hafði sofið valdeflandi svefni.

Vá hvað´þetta var góður draumur.
Ég hafði skilað fokking skömminni
sem aldrei var mín.

Þó hann lifi í raunheimum
er hann dauður í draumheimum.  
Elín Kona Eddudóttir
1965 - ...


Ljóð eftir Elínu Konu Eddudóttur

Grýludraumar
Framadraumar Leppalúða
Kosningarnar 2013
Glugginn minn og glugginn þinn
Ölfusá
Gengið um götur Guðmundar góða
Kona í landi sona
2. desember 2022
Kvennakváraverkfall 24. október 2023
Valdeflingardraumur
Skólastjórn sem bitnar á…