Kvennakváraverkfall 24. október 2023
Hjúkrunarfræðingurinn fórnaði höndum, er hún flutti lokaorðin með styrkri, hljómmikilli röddu:
Fokk feðraveldið! Fokk feðraveldi! Fokk feðraveldi!

Áhrifin náðu til hópsins
kvennanna og kváranna í kvárakvennaverkfallinu
sem hrópaði af innlifun með henni: FOKK FEÐRAVELDI!!

Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum
er útvarpsmaður fitjaði upp á nefið og sagði slíkt orðbragð ekki vera baráttunni sæmandi.

Samfélagsmiðlar byrjuðu að loga
háværar raddir hófust með það sama.

Umræðurnar snerust Ekki um -
- kvennabaráttuna
- baráttuna fyrir bættum kjörum kvenna
- baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi
- baráttuna fyrir kynjajöfnuði á vinnustað
- baráttuna fyrir kynjajöfnun þriðju vaktarinnar.

Ekki um-
- baráttuna gegn líkamlegu ofbeldi
- gegn andlegu ofbeldi
- gegn kynferðislegu ofbeldi
- gegn félagslegu ofbeldi.

Ekki að um-
- að hundrað þúsund konur mættu.
Þreyttar á að jafnrétti væri ekki enn náð.

Nei forhertar og ljótar umræðurnar snerust um munnsöfnuð kvenna.
Ekki um feðraveldið sem slíkt
enda virtist vanta almenna þekkingu á því hugtaki.

Nei - þær snerust um orðið FOKK.

Orðið FOKK væri ekki íslenska
ósmekklegt væri að konan segði útlenskt Fokk.

Orðið FOKK væri í eigu karla
konur ættu ekki að leggja sér orð karla í munn.

Orðið FOKK væri ósmekklegt og ómálefnalegt orð.
Konur sem notuðu það væru ótrúverðugar.

Orðið FOKK sæmdi ekki fallegum eldri konum.
Það sýndi að þær hefðu fengið lélegt uppeldi.

Sumt fólk stóð með kynsystrum sínum heilshugar.
En þetta FOKK orð sló það alveg út af laginu.

Og svo fengu kvár og konur, sem vildu losna við fjandans feðraveldið, það framan í sig að þær hlytu að hafa átt vondan pabba í uppvextinum og ættu nú bara að hætta að vera fórnarlömb og láta pabba-issjúið bitna á þjóðinni.

Og nú átta ég mig á að stór hluti þjóðarinnar veit ekki að „feðraveldið“ snýst ekki um einn og einn pabba.

Nú átta ég mig á að stór hluti þjóðarinnar veit ekki að „fokk“ er íslenskst orð.

Nú er tíminn kominn. Tími kominn til að fræða þjóðina betur svo næsta kvennaverkfall verði ekki svona flókið og fólk hafi þekkingu til að ræða málin af alvöru á undan, á meðan og á eftir.

Og ég hugsa. „Fokk hvað við eigum langt í land í baráttunni við fjandans fokking feðraveldið.“  
Elín Kona Eddudóttir
1965 - ...


Ljóð eftir Elínu Konu Eddudóttur

Grýludraumar
Framadraumar Leppalúða
Kosningarnar 2013
Glugginn minn og glugginn þinn
Ölfusá
Gengið um götur Guðmundar góða
Kona í landi sona
2. desember 2022
Kvennakváraverkfall 24. október 2023
Valdeflingardraumur
Skólastjórn sem bitnar á…