Yfir lífsins svörtu sanda
Yfir lífsins svörtu sanda
sendu náðarbrosið þitt.
Eftir villu, brot og blekking
blessa, Drottinn, hjarta mitt.
Drottinn, vægðu, dæm þú eigi,
Drottinn Guð, ég trúi á þig.
Jesús, þínum jólum fagna,
Jesús Kristur, heyr þú mig.  
Stefán frá Hvítadal
1887 - 1933


Ljóð eftir Stefán frá Hvítadal

Þróttleysi
Hún kyssti mig
Haustið nálgast
Ég vil burt
Vorsól
Erla, góða Erla
Yfir lífsins svörtu sanda
Gleð þig, særða sál
Aðfangadagskvöld jóla 1912