Jólaskemmtun
Ég var álfaprinsessa
kjóllinn minn var hvítur
og saumuð á hann pappírsblóm
álfaprinsinn kyssti mig
og bauð mér sæti
við hlið sér
áhorfendur klöppuðu
og við hneigðum okkur
áðuren tjaldið féll

seinna vildi álfaprinsinn
kyssa mig í húsasundi
og fékk að launum kinnhest
sem allur bekkurinn hló að.  
Ingibjörg Haraldsdóttir
1942 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur

Kona
Kona
Haust
Rigning í Reykjavík
Jólaskemmtun
Húm
Skáldkonan sem hvarf
Dúfan mín