

Ég var álfaprinsessa
kjóllinn minn var hvítur
og saumuð á hann pappírsblóm
álfaprinsinn kyssti mig
og bauð mér sæti
við hlið sér
áhorfendur klöppuðu
og við hneigðum okkur
áðuren tjaldið féll
seinna vildi álfaprinsinn
kyssa mig í húsasundi
og fékk að launum kinnhest
sem allur bekkurinn hló að.
kjóllinn minn var hvítur
og saumuð á hann pappírsblóm
álfaprinsinn kyssti mig
og bauð mér sæti
við hlið sér
áhorfendur klöppuðu
og við hneigðum okkur
áðuren tjaldið féll
seinna vildi álfaprinsinn
kyssa mig í húsasundi
og fékk að launum kinnhest
sem allur bekkurinn hló að.