Aftankyrrð
Báran kyssir sandinn
sandurinn kyssir goluna
golan kyssir sveininn
sveinninn kyssir meyna
og nú ætlar sólin að fara að hátta
og kyssir okkur öll.

Svo dettur allt í dúnalogn
- hvítt segl úti á vognum roðnar
og segir niðurlútt við árarnar:
ég er alveg að sofna.

Síðan er róið í land.  
Jóhannes úr Kötlum
1899 - 1972


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Ömmuljóð
Þula frá Týli
Stelkurinn
Móðursorg
Kvíaból
Í tröllahöndum
Erlan
Enn um gras
Brot
Betlari
Aftankyrrð
Jólasveinarnir
Grýlukvæði
Jólin koma
Land míns föður