

Báran kyssir sandinn
sandurinn kyssir goluna
golan kyssir sveininn
sveinninn kyssir meyna
og nú ætlar sólin að fara að hátta
og kyssir okkur öll.
Svo dettur allt í dúnalogn
- hvítt segl úti á vognum roðnar
og segir niðurlútt við árarnar:
ég er alveg að sofna.
Síðan er róið í land.
sandurinn kyssir goluna
golan kyssir sveininn
sveinninn kyssir meyna
og nú ætlar sólin að fara að hátta
og kyssir okkur öll.
Svo dettur allt í dúnalogn
- hvítt segl úti á vognum roðnar
og segir niðurlútt við árarnar:
ég er alveg að sofna.
Síðan er róið í land.