Brot
. . . Svo lifna blómin einn ljósan dag
og lóan kvakar í mónum.
Og fjallið roðnar af feginleik
og fikar sig upp úr snjónum.

Og börnin hlæja og hoppa út
með hörpudiskana sína.
- Og einn á skel yfir fjörð ég fer,
að finna vinstúlku mína. . .  
Jóhannes úr Kötlum
1899 - 1972


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Ömmuljóð
Þula frá Týli
Stelkurinn
Móðursorg
Kvíaból
Í tröllahöndum
Erlan
Enn um gras
Brot
Betlari
Aftankyrrð
Jólasveinarnir
Grýlukvæði
Jólin koma
Land míns föður