Erlan
María Jesú móðir góð, mild og rjóð á vanga,
hún á litlu erluna með hefðarstélið langa.

Máríuerlan mín, mín, mikið hef ég saknað þín,
varstu úti í Danmörku að drekka mjöð og vín?

Erla góða Erla, englabarnið mitt,
lof mér nú að skoða betur langa stélið þitt.  
Jóhannes úr Kötlum
1899 - 1972


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Ömmuljóð
Þula frá Týli
Stelkurinn
Móðursorg
Kvíaból
Í tröllahöndum
Erlan
Enn um gras
Brot
Betlari
Aftankyrrð
Jólasveinarnir
Grýlukvæði
Jólin koma
Land míns föður