Í tröllahöndum
Æ ögrar feigðin
oss farandsveinum.
Oft segja forlögin
fátt af einum.
- Mín hræðsla er komin
á hæsta stig,
að tröllin komi
og taki mig.
Ég geng hjá óðali
illra vætta.
Hver veit, hvað andar þar
innan gætta.
- Ég veit ei hót um það,
hvert ég fer.
Ó, hamingjan góða
hjálpi mér!
Nú opnast helsvartur
hamraveggur,
og móti mér illan
ódaun leggur.
- Mitt hjarta er lamað,
mín hönd er köld.
Ó, drottinn minn!
Það er dimmt í kvöld!
Nú heyrist gaulað,
- ég geng á hljóðið
og stefni í voðann,
með staðnað blóðið
og viljann brotinn.
- - Þau vaða að mér!
Í greipar þeirra
ég genginn er!
Þau búast mögnuð
til myrkraiðju,
með blóðrautt auga
í enni miðju.
Með sterkum krumlum
þau krækja í mig,
og opna kjaftinn
og yggla sig.
En fyrir dagsbrún
í fjarska roðar;
sá fagri ljómi
mér lífið boðar.
- Þau fælast bjarmann
og forða sér,
og frá sér hamstola
henda mér.
Ég þakka guði
hvern geisla, er brennur,
og blóð mitt aftur
um æðar rennur.
Ég þakka mildinnar
morgunsár,
og greini sólina
í gegnum tár.
oss farandsveinum.
Oft segja forlögin
fátt af einum.
- Mín hræðsla er komin
á hæsta stig,
að tröllin komi
og taki mig.
Ég geng hjá óðali
illra vætta.
Hver veit, hvað andar þar
innan gætta.
- Ég veit ei hót um það,
hvert ég fer.
Ó, hamingjan góða
hjálpi mér!
Nú opnast helsvartur
hamraveggur,
og móti mér illan
ódaun leggur.
- Mitt hjarta er lamað,
mín hönd er köld.
Ó, drottinn minn!
Það er dimmt í kvöld!
Nú heyrist gaulað,
- ég geng á hljóðið
og stefni í voðann,
með staðnað blóðið
og viljann brotinn.
- - Þau vaða að mér!
Í greipar þeirra
ég genginn er!
Þau búast mögnuð
til myrkraiðju,
með blóðrautt auga
í enni miðju.
Með sterkum krumlum
þau krækja í mig,
og opna kjaftinn
og yggla sig.
En fyrir dagsbrún
í fjarska roðar;
sá fagri ljómi
mér lífið boðar.
- Þau fælast bjarmann
og forða sér,
og frá sér hamstola
henda mér.
Ég þakka guði
hvern geisla, er brennur,
og blóð mitt aftur
um æðar rennur.
Ég þakka mildinnar
morgunsár,
og greini sólina
í gegnum tár.