

Í djúpum friði hnígur sól að sænum,
sko, svona loga gluggarnir á bænum,
úr lágum strompi stígur hvítur reykur,
um stafn og burst hinn góði andi leikur.
Og vinnukonan, veslingurinn bogni,
hún vappar sæl í þessu blæjalogni
- það anga blóm við hennar grýttu götu
og geislinn skín á stóra mjaltafötu.
Og ærnar hiklaust inn í kvíar renna
og allra snöggvast móðurtregans kenna
en lygna síðan augum angurblíðum,
þær eiga draum um lömb í grænum hlíðum.
Og smali að dyrum æskurjóður eltir
og ungur seppi af tómri kæti geltir,
því grun um líf sem aldrei enda tekur,
það aftanskinið glatt í brjósti vekur.
Á vegginn leggst hinn litli, góði hirðir
og ljósblá augun hvarfla um órafirðir
og sálin spyr: Hve stór er himnahöllin?
Og hvað er annars þarna á bak við fjöllin?
sko, svona loga gluggarnir á bænum,
úr lágum strompi stígur hvítur reykur,
um stafn og burst hinn góði andi leikur.
Og vinnukonan, veslingurinn bogni,
hún vappar sæl í þessu blæjalogni
- það anga blóm við hennar grýttu götu
og geislinn skín á stóra mjaltafötu.
Og ærnar hiklaust inn í kvíar renna
og allra snöggvast móðurtregans kenna
en lygna síðan augum angurblíðum,
þær eiga draum um lömb í grænum hlíðum.
Og smali að dyrum æskurjóður eltir
og ungur seppi af tómri kæti geltir,
því grun um líf sem aldrei enda tekur,
það aftanskinið glatt í brjósti vekur.
Á vegginn leggst hinn litli, góði hirðir
og ljósblá augun hvarfla um órafirðir
og sálin spyr: Hve stór er himnahöllin?
Og hvað er annars þarna á bak við fjöllin?