Þjóðleg gildi
Ég veit um telpu sem kann að hekla
hún á klukku í merkingunni nærkjóll
og svefnstæðið hennar
er þjóðfáninn en

hún liggur þó ekki langsum
á rauða krossinum
nema á sunnudögum
& hvítu rákirnar óspjallaðar

sjá
alla jafna hniprar hún sig
á bláhorninu til vinstri
þar sefur hún best
og hreyfir sig ekki og hún hrýtur en

á morgnana telja sumir
að hún drekki flot
úr ausu
sjálf hefur hún aldrei neitað því
en hið rétta mun vera
að litla telpan
stillir kransaköku á stofuborðið og starir  
Sigurbjörg Þrastardóttir
1973 - ...
Áður óútgefið
2003
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

Hrynjandi
Ein á grískri eyju I
Þjóðleg gildi
Mýrasýsla
Vatnsmýri