Sofandi barn
Nú er barnið sofnað
og brosir í draumi,
kreppir litla fingur
um leikfangið sitt.
Fullorðinn vaki
hjá vöggu um óttu,
hljóður og spurull
hugsa ég mitt.

Það glepur ekki svefninn
er gull sitt barnið missir
úr hendinni smáu
og heyrir það ei.
Þannig verður hinsta
þögnin einhverntíma.
Ég losa kreppta fingur
um lífið mitt og dey.  
Jón úr Vör
1917 - 2000
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur


Ljóð eftir Jón úr Vör

Við sigurmerkið
Við landsteina
Stillt og hljótt
Sofandi barn
Lítill drengur
Ég vaknaði snemma
Desember
Brot úr jólakvæði
Jól