Við landsteina
Hve undur hægt vaggast bátur þinn
við landsteina eigin bernsku.
Í mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi,
horfist þú í augu við litla telpu,
slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
inn í laufgrænan skóg.  
Jón úr Vör
1917 - 2000
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur


Ljóð eftir Jón úr Vör

Við sigurmerkið
Við landsteina
Stillt og hljótt
Sofandi barn
Lítill drengur
Ég vaknaði snemma
Desember
Brot úr jólakvæði
Jól