

Hve undur hægt vaggast bátur þinn
við landsteina eigin bernsku.
Í mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi,
horfist þú í augu við litla telpu,
slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
inn í laufgrænan skóg.
við landsteina eigin bernsku.
Í mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi,
horfist þú í augu við litla telpu,
slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
inn í laufgrænan skóg.
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur