Við sigurmerkið
?Sjá, ferðamaður,
sigurmerki vort,
og sjá hve fagurt
það við himin ber.
- Til heiðurs föllnum
hetjum reist það er.?

Og hækjumaður
horfði í augu mér.
?Vill herann láta
bursta sína skó??
Og upp úr poka
öskju og bursta dró.
Úr hægra auga
hljóðu bliki sló,
en hitt var gler.

?Ég barðist líka
í lýðveldisins her,
en lítil hetja
samt ég talinn er.
- Ég féll - en hjarði þó
- og því er ver.?

Og hækjumaður
horfði í augu mér.
?Vill herrann láta
bursta sína skó??  
Jón úr Vör
1917 - 2000
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur


Ljóð eftir Jón úr Vör

Við sigurmerkið
Við landsteina
Stillt og hljótt
Sofandi barn
Lítill drengur
Ég vaknaði snemma
Desember
Brot úr jólakvæði
Jól