Er það ekki í lagi?
Vil skapa
til að geta afborið

Kaktusar stinga
forlagablóm fagurt
jasmínan ilmar
mímósan hörfar

Vil mála mig
frá spurningu
þar sem ei fæst svar

skrifa mig frá tilgangsleysi
 - eigin tilgangsleysi -
skúra burt
stífni hugans

hlusta eftir músahljóði
tísti í fugli
kul við opinn glugga
Í huga
komandi jarðskjálfti
hvort hann er liðinn
eða ókominn

Að skapa
afbera
vera

Er það ekki bara
í lagi?  
Norma E. Samúelsdóttir
1945 - ...
Áður óútgefið
2003
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Normu E. Samúelsdóttur

Að duga
Er það ekki í lagi?
Uppfylling<br>(eða tannpína)
Nánd
Upprifjun
Upprifjun