Sól
Sól
þú sem gerir allt svo fagurt
leyf mér að ganga í geislum þínum.

Sól
þú sem töfrar regnbogann fram
úr tárum mínum.

Sól
sjáðu mig
eitt lítið laufblað
á lífsins tré.

Sól
þú sem lýsir inn í líf mitt
leyf mér að hvíla í faðmi þínum.  
María Sigmundsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Maríu Sigmundsdóttur

Sól
Amanda stendur á brúnni
Fortið
Kringluljóð
Ljóð um ljóð
Haustljóð
Atlantis