Amanda stendur á brúnni
Amanda stendur á brúnni og starir ofan í svartan strauminn.
Að baki bylting, blóð og eldur.
Horfið allt sem hún elskar, hún sjálf dæmd til dauða.
Ákveður að endurfæðast undir öðrum stjörnum.

Amanda stendur á brúnni og straumurinn kallar hana til sín.
Að baki líf, tár og sorgir.
Horfin er æska hennar, hún sjálf að drukkna.
Ákveður að lifna við löngu seinna.

Amanda ferðast með fljótsins dökka straumi, gegnum tímann.
Út á haf og aftur að landi.
Með sér ber hún myrkrið.
Myrkrið í sálu minni.
 
María Sigmundsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Maríu Sigmundsdóttur

Sól
Amanda stendur á brúnni
Fortið
Kringluljóð
Ljóð um ljóð
Haustljóð
Atlantis