Kvalræði kveðskaparins
Það berst mér úr bláhorni hugans,
bjagað og skortir allt rím.
Samt ég læt ekki bugast,
og úr verður ambaga fín.

Svo leiða á leirinn á blað,
en leiðin er bugðótt og ströng.
Þegar penninn sem sjá á um það,
hefur sungið sinn svana söng.

Svo þegar á blaðinu birtist,
bláritað lítið vers.
Þá finnst mér sem að ég firtist,
og flegi því út undir vegg.

Já skelfing er skáldsins braut,
skelfilegt alsherjar flóð.
Ekki er auðveld sú þraut,
að yrkja eitt lítið ljóð.
 
Konráð J. Brynjarsson
1979 - ...
Þetta samdi ég í framhaldsskóla og nb. ambögurnar eru ómeðvitað meðvitaðar.


Ljóð eftir Konráð J. Brynjarsson

Allt sem mig vantar...
Kvalræði kveðskaparins
Atómljóð
Veröldin
Taðmokstur úr höfði