

Á dimmustu stund
hinnar dimmustu nætur
mun ég elska þig án enda
og hverfa svo aftur
inn í myrkviði hugar þíns
En á björtustu stund
hins bjartasta dags
verð ég aðeins minning um draum
hlátur í hjarta
von í brjósti
Ég bíð alltaf næturinnar,
djúpt
inni í myrkviðum hugar þíns
hinnar dimmustu nætur
mun ég elska þig án enda
og hverfa svo aftur
inn í myrkviði hugar þíns
En á björtustu stund
hins bjartasta dags
verð ég aðeins minning um draum
hlátur í hjarta
von í brjósti
Ég bíð alltaf næturinnar,
djúpt
inni í myrkviðum hugar þíns