 Þungi tímans
            Þungi tímans
             
        
    Smátt og smátt 
fyllast vasar okkar
af grjóti
Sundtökin verða þyngri
og loks stöðvumst við -
getum aðeins troðið marvaðann
Við fyllumst ótta
við að sökkva-
böðum út öllum öngum,
þrjóskumst við
En komumst svo að því,
er við sökkvum,
að við getum andað í kafi,
Ótti okkar
við drukknun
reyndist óþarfur
    
     
fyllast vasar okkar
af grjóti
Sundtökin verða þyngri
og loks stöðvumst við -
getum aðeins troðið marvaðann
Við fyllumst ótta
við að sökkva-
böðum út öllum öngum,
þrjóskumst við
En komumst svo að því,
er við sökkvum,
að við getum andað í kafi,
Ótti okkar
við drukknun
reyndist óþarfur

