Við rökstól viskunnar
Ég vil tala
en verð að þegja
orðin finna mig ekki
örmögnuðust á leiðinni
gegnum torfærur óttans
eldfjall reiðinnar
eyju sársaukans
dal sorgarinnar
við rökstól viskunnar
sit ég hljóð
og bíð
en verð að þegja
orðin finna mig ekki
örmögnuðust á leiðinni
gegnum torfærur óttans
eldfjall reiðinnar
eyju sársaukans
dal sorgarinnar
við rökstól viskunnar
sit ég hljóð
og bíð