Ópíum
Ég gekk inn í hús, búnu dýrum skrúða.
Mjúkar ábreiður silkis í fögrum litum, syntu um fætur mínar, gullslegnir órórar bærðust er ég gekk um meðal marmaraklæddra súlna. Ylmur reykelsis færði mér fögur fyrirheit um hvílu úr hvítu líni. Ég gekk upp stiga albúnum ísköldum demanti sem skar, við enda hans var laug ylmandi myrru, þar sem ég laugaði blóðstökktan líkama minn. Á borði lá kyrtill úr bleiku líni sem ég íklæddist, kom auga á stálhurð merktri nafni mínu og gekk inn. Fálmandi í dimmu, köldu herbergi fann ég loks fyrirheitið, gatslitna dýnu undir fúnu þakskeggi sem hló. Þreytt, köld og særð lagðist ég út af og lét mig dreyma um önnur hús.
Mjúkar ábreiður silkis í fögrum litum, syntu um fætur mínar, gullslegnir órórar bærðust er ég gekk um meðal marmaraklæddra súlna. Ylmur reykelsis færði mér fögur fyrirheit um hvílu úr hvítu líni. Ég gekk upp stiga albúnum ísköldum demanti sem skar, við enda hans var laug ylmandi myrru, þar sem ég laugaði blóðstökktan líkama minn. Á borði lá kyrtill úr bleiku líni sem ég íklæddist, kom auga á stálhurð merktri nafni mínu og gekk inn. Fálmandi í dimmu, köldu herbergi fann ég loks fyrirheitið, gatslitna dýnu undir fúnu þakskeggi sem hló. Þreytt, köld og særð lagðist ég út af og lét mig dreyma um önnur hús.