Ópíum
Ég gekk inn í hús, búnu dýrum skrúða.
Mjúkar ábreiður silkis í fögrum litum, syntu um fætur mínar, gullslegnir órórar bærðust er ég gekk um meðal marmaraklæddra súlna. Ylmur reykelsis færði mér fögur fyrirheit um hvílu úr hvítu líni. Ég gekk upp stiga albúnum ísköldum demanti sem skar, við enda hans var laug ylmandi myrru, þar sem ég laugaði blóðstökktan líkama minn. Á borði lá kyrtill úr bleiku líni sem ég íklæddist, kom auga á stálhurð merktri nafni mínu og gekk inn. Fálmandi í dimmu, köldu herbergi fann ég loks fyrirheitið, gatslitna dýnu undir fúnu þakskeggi sem hló. Þreytt, köld og særð lagðist ég út af og lét mig dreyma um önnur hús.  
Íris Guðmundsdóttir
1968 - ...


Ljóð eftir Írisi

Meðal fagurkeranna
Lokaðu dyrunum
Segðu ekki
Þú stóðst svo nærri
Sástu við mér?
Hverf aftur
Þögnin
Suðurlandið mitt
Leiktu fyrir mig lagið
Við rökstól viskunnar
Sorgin
Tilvistarkreppa
Ópíum
Hver vegur að heiman...
Trú
Þar sem sorgin hefur búið sér hreiður
Ættarmót
Ómerkt gröf
Vígt hjarta
Ég elskaði sál
Nóttin er mín
Ég syrgi svo margt
Máninn okkar
Hver reisti þennan múr?
Afhjúpun
Missir
Tafl ástarinnar
Legg til mín
Greftrun
Slökk þennan eld
Ráðþrota