

Ég lagði upp í ferð, tróð gamla illfæra slóð úr alfaraleið. Kunnulegar vörður hlaðnar viskusteinum báru mér tíðindi af sannleika. Heróp bak við dimm ský bergmálaði um völlinn, úr launsátrum í gráu virki flugu kristalsörvar úr öllum áttum sem skáru andlit mitt og augu. Blóðtár flóðu um kristalsbrot á særðri jörð. Í jötunheimum fallinna, útskúfaðra sálna, var þingað undir berum himni. Titrandi rödd bað sér griða, sál sem vildi lifa, ég.